Færsluflokkur: Bloggar

Skotin ?

Jább.....ég er skotin í þremur yndislegum gömlum körlum.

Það samt furðulegt hvað mér finnst þeir yngjast í hvert skipti sem ég hitti þá. 

Þeir eru mjög ólíkir karakterar, bölva og ragna eins og þeim sé borgað fyrir það.

Davíð er kennarinn, heyrði mjög illa í dag og misskyldi auðveldlega það sem talað var um, en það kom í ljós á endanum að batteríin voru búin í heyrnartækinu W00t. Hann á það til að blóta helvíti mikið, og veltir því fyrir sér hvort hann lifir næstu bók sem hann er að fara að binda inn.

Gunnar er púki,  með rosalegan svartan húmor og hefur óskaplega gaman af tvíræðri stríðni.  Hann er svona Buster Keaton típa, ég man varla eftir að hafa séð hann brosa nema kannski  svona (Devil)  Hann hefur lúmskt gaman af að (ljúga) að Andrési.  Auk þess á hann það til að blóta, en fer fínna í það en Davíð.

 Andrés er dúllan, Blush (Ég man ekki eftir að hafa heyrt hann blóta.)  Hann hefur einstaklega gaman að rifja upp gamlar, góðar og fyndnar sögur, og að endurtaka þær ef hann fær góð viðbrögð.  Stundum held ég að Gunnar þykist hlægja (því þótt það heyrist ha ha ha frá honum, sést ekki bros.) bara til að heyra söguna aftur og aftur.  Kannski heyrir hann illa.

Allavega er yndislegt að læra bókbandið hjá þessum yndislegu körlum, sem væru frábærar persónur í bók. (núna væri gott að vera skáld.) Woundering

 


Ferðataska !!!

Ég hef oft dreymt furðulega drauma og heyrt um furðulega drauma.

Sleeping

En getur einkver toppað þetta?

 

Að dreyma að þú sért ferðataska!!!W00t

 

 Ég þekki eina sem dreymdi að hún væri ferðataska.Whistling

 

Hún hlýtur að hafa verið full !!! Tounge

 

 


Idol

Stundum þegar ég á erfitt með að sofna, fer hausinn af stað.Errm
Og um daginn fór ég að rifja upp, alla þá sem ég sem krakki leit upp til, mín ædol.

Ég bíst við að allir hafi einkvertímann haft ædol, og ég hafði mörg og hef enn í dag. Samt hef ég oftast sagt að ég trúi á sjálfa mig (sjálfsdýrkunSick) en það passar ekki, ég er of efins um sjálfa mig til að ég geti verið mitt eigið ÆDOL.FootinMouth

Mamma er og verður alltaf mitt ædol, hún er ótrúleg í höndunum, saumar og prjónar eins og vél og með sumar uppskriftirnar í hausnum.  Og hún kann að teikna og mála!!! Hættulega gjafmild.

Pabbi ditto ædol líka, hann finnur auðveldar lausnir á flóknustu hlutum, Hann bjó til dæmis til snjóblásara úr sláttuvél, auðveldaði mér vinnuna í gömlu smiðjunni á Þingeyri með frábærum lausnum, því þó að ég sé tröllsterkGetLost er ég hálfgerður dvergur. Pabbi getur allt og jafnvel gert við ljósaperur !W00t

Gunnar afi og Munda amma er ædol í áskrift, þau töluðu aldrei illa um neinn, og voru alltaf yndisleg. Ég man eftir afa sitja í stofunni og mála myndir, þá sat ég á gólfinu við hlið hans og þorði valla að anda.  Amma muldi steina og skeljar í risastórum mortell í kjallaranum, bjó til myndir og límdi steina  og skeljar á flöskur, greinar, pappadiska og fleira, og ég fékk stundum að líma skeljar líka.

 Jæja ég nenni ekki að telja upp öll ædol í mörgum orðum, en ædolin eru þessi. Og hefst nú upptalningin, Elfar Logi ( ótrúlega duglegur drengur).  Sara frænka, (Myndlist). Amma akur, (Til í allt).  Tedda, (ekki prenthæftDevil).  Ólöf, (Sjálfsörugg).                                                                Sigrún (Ótrúlega fjölhæf í eldhúsinu og Myndlist).  Harpa O, (alltaf smart). Harpa S, (ótrúlega flott hár).  Kata I, (töff karakter alltaf).  Jóhanna, (gengur svo vel frá endum, að engin ranga er tilTounge).  Rúna fyrrverandi nágranni, (flottar tennur). 

Læt þetta duga í bili, en ædolin mín eru miklu fleiri.

Vona að enginn móðgist.Heart

E.S.  Kannski er ég bara öfundsjúk.Woundering

 

 


TAKK !

Skíðavika, Páskar og flensa búin ,Errm

Ég vil byrja á því að þakka öllum sem komu í kaffi á vinnustofuna mína um páskana, (um 70 manns, á þremur dögum.W00t)

Takk fyrir kikkið og spjallið, bæði þekktir og óþekktir, þetta verð ég að gera aftur.Smile
 

Ég hafði hugsað mér að setja inn  mynd af myndinni sem ég er að teikna á blogginu, en myndavélin ákvað að fara í heimsókn og er ekki komin til baka, vona að hún skili sér fljótlega.Pouty

Sveitinn 023

Þetta er frábær mynd sem Sunneva tók af fjörunni í Haukadal, og Dýrafirði....... Ég held að það sé kominn tími til að kíkja í dalinn....Crying og kveikja upp í kamínunni, allavega eru börnin farin að velta því fyrir sér og sú yngsta, Alda Iðunn er búin að ákveða að við förum þangað næstu helgi.

 

 


LJÓT???

ljótJabb ég VAR ljót og fékk að heyra það allt kvöldið....Crying

En Gvöð hvað það var gaman, og glæsilegir vinningar.  Ég var í fyrsta sætiBlush og fékk vinninga frá Flugfélagi Íslands, A4, Hamraborg, Tékkkristal og fleirum, samanlagt sjö glæsilega vinninga. W00t

flott saman Er ekki hjónasvipur á okkur Gay Ólafs (a.t.h. þetta er Logi...... þessi með skeggið.)Devil

 Allavega góð skemmtun með góðu fólki,  Takk fyrir mig.LoL!!!


1988

Nú er bara að bíða eftir að viss viðgerð þorni, ( ATH Logi má ekki vita) svo að ég geti teikt mig í tannburstann og farið að sofa.....FootinMouth

Ég ákvað að kíkja í nokkrar gamlar teiknimöppur, þá finn ég möppu frá árinu 1988Woundering árið sem ég stemmdi að því að vera fatahönnuður, sem rifjar upp að á undan fatahönnun var draumurinn skurðlæknir, og undan lækninum var það að mig minnir flugmaður, ég var ekki nógu stór fyrir flugfreyju námiðShocking....en á undan öllu þessu var draumurinn Málari sem málar myndir!...semsé myndlistarmaðurW00t

Það er spurning hvort ég er á réttri braut í dag, ég hefði kannski átt að fara í fatahönnun, hvað segið þið ?eeee...átti ég möguleika......Errm

 Hönnun 88


Febrúar 2008

Febrúar 2008

Taka 2

DSC05361

Fæðing myndar ?

Ég er í óðaönn að undirbúa það að opna vinnustofuna mína fyrir gesti og gangandi. Stefni á opnun um páskana.  Ég þarf semsagt að taka til og koma sölumyndum af gólfinu, úr skúffum og úr kollinum upp á veggi.  Mynni hér með á SÝNINGUNA Í HAMRABORG Grinnokkrir dagar eftir hver að verða síðastur, endilega muna að kíkja. 

Var að fá þá frábæru hugmynd að leifa ykkur að fylgjast með mynd að fæðast á netinu...þ.e.a.s. ?

 Frá tómu blaði til innrömmunar, ATH myndin gæti tekið nokkra daga upp í fleiri ár að fæðast.W00t

 

DSC05332

 


Helgarfrí

W00t Ég skrapp í bæinn (RVK) á föstudaginn til að hitta Sunnevu mína. Við eyddum smá í ódýrt....kíló....og fleira.?Pinch  Allavega safnast þegar saman kemur og ég held að eyðslan hafi verið svolítið mikil.

Logi kom svo frá Sigló á laugardags kvöldið, svo að við notuðum (ég og Sunneva) tímann vel og héldum áfram að eiða í sparnað,Woundering Sunnudaginn fórum við öll þrjú í kolaportið, gengum Laugarveginn og kíktum á sýninguna hjá Söru frænku, flott sýning.

 Og til að gera langa sögu stutta þá krafsaði ég þessa útsýnismynd á mánudaginn þegar ég og aðrir hressir farþegar Íslandsflugs fengum þetta fína útsýnisflug og  Eftir sex eða sjö hringi í kringum vigur Var ég orðin flugveikSick! (ég hef aldrei orðið flugveik áður) Og á endanum lentum við aftur í Reykjavík. 

Allavega á milli mesta hristingsins gat ég krafsað þessa fínu mynd sem mun alltaf minna mig á fyrstu flugveikinaGrin

Krafs

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband