Idol

Stundum þegar ég á erfitt með að sofna, fer hausinn af stað.Errm
Og um daginn fór ég að rifja upp, alla þá sem ég sem krakki leit upp til, mín ædol.

Ég bíst við að allir hafi einkvertímann haft ædol, og ég hafði mörg og hef enn í dag. Samt hef ég oftast sagt að ég trúi á sjálfa mig (sjálfsdýrkunSick) en það passar ekki, ég er of efins um sjálfa mig til að ég geti verið mitt eigið ÆDOL.FootinMouth

Mamma er og verður alltaf mitt ædol, hún er ótrúleg í höndunum, saumar og prjónar eins og vél og með sumar uppskriftirnar í hausnum.  Og hún kann að teikna og mála!!! Hættulega gjafmild.

Pabbi ditto ædol líka, hann finnur auðveldar lausnir á flóknustu hlutum, Hann bjó til dæmis til snjóblásara úr sláttuvél, auðveldaði mér vinnuna í gömlu smiðjunni á Þingeyri með frábærum lausnum, því þó að ég sé tröllsterkGetLost er ég hálfgerður dvergur. Pabbi getur allt og jafnvel gert við ljósaperur !W00t

Gunnar afi og Munda amma er ædol í áskrift, þau töluðu aldrei illa um neinn, og voru alltaf yndisleg. Ég man eftir afa sitja í stofunni og mála myndir, þá sat ég á gólfinu við hlið hans og þorði valla að anda.  Amma muldi steina og skeljar í risastórum mortell í kjallaranum, bjó til myndir og límdi steina  og skeljar á flöskur, greinar, pappadiska og fleira, og ég fékk stundum að líma skeljar líka.

 Jæja ég nenni ekki að telja upp öll ædol í mörgum orðum, en ædolin eru þessi. Og hefst nú upptalningin, Elfar Logi ( ótrúlega duglegur drengur).  Sara frænka, (Myndlist). Amma akur, (Til í allt).  Tedda, (ekki prenthæftDevil).  Ólöf, (Sjálfsörugg).                                                                Sigrún (Ótrúlega fjölhæf í eldhúsinu og Myndlist).  Harpa O, (alltaf smart). Harpa S, (ótrúlega flott hár).  Kata I, (töff karakter alltaf).  Jóhanna, (gengur svo vel frá endum, að engin ranga er tilTounge).  Rúna fyrrverandi nágranni, (flottar tennur). 

Læt þetta duga í bili, en ædolin mín eru miklu fleiri.

Vona að enginn móðgist.Heart

E.S.  Kannski er ég bara öfundsjúk.Woundering

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er fallegt ! ég man eftir skelja boxunum, myndi alveg vilja fá eitt núna, þau voru falleg.

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Ditto! Takk Steina, fyrir að minna mig á boxin.

Við eigum yfir 30 verk eftir ömmu og afa, en ekkert skelja box. (Ég set það á listann.)

Marsibil G Kristjánsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já ég á sko bestu tengdaforeldra í heimi og mun reyna að standa undir Ídol merkjum eftir fremstu getu ég meina maður roðnar bara

Elfar Logi Hannesson, 9.4.2008 kl. 23:53

4 identicon

 ég fer nú bara hjá mér.   Þú ert ædolið mitt, held þú getir allt.

Knús og koss

Thedda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Mikið rosalega er ég stolt yfir því að vera á þessum lista, þú ert yndisleg, takk fyrir að vera vinkona mín   .....Þú átt nú sjálf skilið hrós fyrir hvað þú ert dugleg og fjölhæf á mörgum sviðum, stórt knús til þín  

Sigrún Sigurðardóttir, 11.4.2008 kl. 09:20

6 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Heyrðu og já, ég fór að hugsa til þess þegar ég var alltaf í fjörunni að tína skeljar og þá sérstaklega hörpudiska fyrir gamla settið á Hofi þau voru alltaf svo stolt af manni og þakklát fyrir það sem við krakkarnir vorum að færa þeim og á sumrin þá snerist allt um að fara í fjöruna til að geta fært þeim eitthvað hehehe

Sigrún Sigurðardóttir, 11.4.2008 kl. 09:24

7 identicon

Hehehe, þessi sjálfsörugga ;) Takk fyrir að setja mig á listann, gaman að vita til þess að þú hugsir til mín kæra vinkona  Þú ættir að vera efst á þessum lista, þar sem þú ert svooooo mikið. Þar vísa ég bara í litlu greinina sem ég skrifaði í Brúðkaupsblaðið til þín  Kisskiss***

Ólöf (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:15

8 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Vúps!  Takk!!!

Marsibil G Kristjánsdóttir, 12.4.2008 kl. 02:54

9 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Vá, góð aðferð til að fá gullhamra.

Marsibil G Kristjánsdóttir, 12.4.2008 kl. 03:08

10 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

ég er sammála Ólöfu, þú ættir að vera efst á þessum lista! Takk kæra vinkona fyrir að hugsa til mín, þú gefur mér svo ótrúlega margt gott í sálina, þú ættir bara að vita!

knúúúúuúúúúúúússsssssssssss

Harpa

Harpa Oddbjörnsdóttir, 13.4.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband