Fæðing myndar ?

Ég er í óðaönn að undirbúa það að opna vinnustofuna mína fyrir gesti og gangandi. Stefni á opnun um páskana.  Ég þarf semsagt að taka til og koma sölumyndum af gólfinu, úr skúffum og úr kollinum upp á veggi.  Mynni hér með á SÝNINGUNA Í HAMRABORG Grinnokkrir dagar eftir hver að verða síðastur, endilega muna að kíkja. 

Var að fá þá frábæru hugmynd að leifa ykkur að fylgjast með mynd að fæðast á netinu...þ.e.a.s. ?

 Frá tómu blaði til innrömmunar, ATH myndin gæti tekið nokkra daga upp í fleiri ár að fæðast.W00t

 

DSC05332

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hugmynd verður gaman að geta fylgst með verkum þínum darling svona þegar maður er í burtu

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Laufey Eyþórsdóttir

Já, mjög góð hugmynd. Það er gaman að sjá hvað liggur að baki fullgerðri mynd.

Laufey Eyþórsdóttir, 1.3.2008 kl. 19:06

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góð hugmynd hjá þér ! tíminn í verkum finnst mér alltaf spennandi.

Blessi þig á laugardagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

æðisleg hugmynd. ég veit það af eigin reynslu að það er rosalega gaman að fylgjast með myndunum þínum í fæðingu og svo spennandi að sjá þær síðan á sýningu.....

Sigrún Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband