Skotin ?

Jább.....ég er skotin í þremur yndislegum gömlum körlum.

Það samt furðulegt hvað mér finnst þeir yngjast í hvert skipti sem ég hitti þá. 

Þeir eru mjög ólíkir karakterar, bölva og ragna eins og þeim sé borgað fyrir það.

Davíð er kennarinn, heyrði mjög illa í dag og misskyldi auðveldlega það sem talað var um, en það kom í ljós á endanum að batteríin voru búin í heyrnartækinu W00t. Hann á það til að blóta helvíti mikið, og veltir því fyrir sér hvort hann lifir næstu bók sem hann er að fara að binda inn.

Gunnar er púki,  með rosalegan svartan húmor og hefur óskaplega gaman af tvíræðri stríðni.  Hann er svona Buster Keaton típa, ég man varla eftir að hafa séð hann brosa nema kannski  svona (Devil)  Hann hefur lúmskt gaman af að (ljúga) að Andrési.  Auk þess á hann það til að blóta, en fer fínna í það en Davíð.

 Andrés er dúllan, Blush (Ég man ekki eftir að hafa heyrt hann blóta.)  Hann hefur einstaklega gaman að rifja upp gamlar, góðar og fyndnar sögur, og að endurtaka þær ef hann fær góð viðbrögð.  Stundum held ég að Gunnar þykist hlægja (því þótt það heyrist ha ha ha frá honum, sést ekki bros.) bara til að heyra söguna aftur og aftur.  Kannski heyrir hann illa.

Allavega er yndislegt að læra bókbandið hjá þessum yndislegu körlum, sem væru frábærar persónur í bók. (núna væri gott að vera skáld.) Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Skil þig ósköp vel Billa mín að þú njótir þess að vera innan um þessa 3 karla.  skemmtilegastur af þeim finnst mér hann Andrés, hann segir svo skemmtilega frá og hlær mikið þegar hann er að rifja upp eitthvað gamalt hehehe

Sigrún Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þú ert nú ekki í vandræðum með að koma þeim í mynd, dúllunni, kennaranum og púkanum, eða hvað?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.4.2008 kl. 10:43

3 identicon

Snilld!

Ólöf (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er eins og þú sért að lýsa einum manni, sem hefur þetta allt.

kannski eru þeir eitt, eða þeir eru jú eitt, en bara ekki þannig eða þannig

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Kanski slæ ég tvær flugur með tennisspaða og teikna þessa þrjá karla sem eina persónu, s.s dúllulegan kennara með horn og hala.

Marsibil G Kristjánsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Þetta eru flottir og alvöru kallar og væru sko flottir í leikverki ættum kannski að pæla í því, reyndar hafa nú verið samin þannig verk áður t.d. er núna í gangi í Borgó snilldarsýning sem heitir Hetjur og fjallar um menn á elliheimili eða á maður að segja dvalarheimili með Sigga Skúla í miklu stuði

Elfar Logi Hannesson, 15.4.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband