31.3.2008 | 23:58
TAKK !
Skíðavika, Páskar og flensa búin ,
Ég vil byrja á því að þakka öllum sem komu í kaffi á vinnustofuna mína um páskana, (um 70 manns, á þremur dögum.)
Takk fyrir kikkið og spjallið, bæði þekktir og óþekktir, þetta verð ég að gera aftur.
Ég hafði hugsað mér að setja inn mynd af myndinni sem ég er að teikna á blogginu, en myndavélin ákvað að fara í heimsókn og er ekki komin til baka, vona að hún skili sér fljótlega.
Þetta er frábær mynd sem Sunneva tók af fjörunni í Haukadal, og Dýrafirði....... Ég held að það sé kominn tími til að kíkja í dalinn.... og kveikja upp í kamínunni, allavega eru börnin farin að velta því fyrir sér og sú yngsta, Alda Iðunn er búin að ákveða að við förum þangað næstu helgi.
Athugasemdir
Ef þið farið í fagra-dalinn þá látið mig vita, mig langar líka hehe, ætla þá að skutlast með borðið eða stólinn (kem ekki báðum í bílinn í einu) sem ég ætla ykkur..p.s. farðu nú að láta þér batna essskan.
Sigrún Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 19:38
takk fyrir mig í gær skvísa;)
Harpa Oddbjörnsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:33
Kvittikvitti. Hún Billa fór á fætur, við fyrsta hanagal. Í fögrum Haukadal :)
Metis (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.