Færsluflokkur: Bloggar
6.12.2007 | 20:23
Dugleg stelpa !?
Ég er búin að vera... svooo þreytt, en ánægð.
Dóttir mín dró mig í fyrsta tímann í líkamsrækt í morgun, og ég svo spennt og vaknaði snemma til að vekja hana, ( það tók1 tíma og 43mín) !!! kannski var það ég sem dró hana?
Nú er bara að halda áfram að hreifa sig, sérstaklega fyrir jólin. B-)
Annars nóg að gera, ég er á fullu að mála jólasveina á rekavið í öllum stærðum, auk þess í samningaviðræðum um verkefni á næsta ári. Hugmyndirnar láta ekki á sér standa nú er bara að framkvæma.
Annars er mig farið að langa til að baka, og skreyta piparkökur.
Kannski ég geri líka piparkökuhús...bara lítið ...og lími það saman með brenndum sykri svo að það brotni ekki á leið í sveitina, semsé svona högghellt og handhægt.
Jabb, jólin eru á leiðinni og tíminn líður hratt...
Nei þetta þíðir ekki, ég verð bara þreyttari á að hugsa svona!
Kæru vinir ! Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2007 | 01:50
Ég vissi (ekki(
Stundum veit maður bara....að maður fær ekki allt!
Samt er eins og það komi manni á óvart....en samt vissi ég það!
Ég ætla samt að vera áfram bjartsýn...en ég vissi þetta! Ég fæ ekki allt.
(og afhverju er ég kölluð frekja systir?)
Ég var að vona, jafnvel þó að mig dreymdi að ég fengi það sem ég vildi, og vissi að svoleiðis draumar eru bara plat.
T.d. ef ég væri að fara í flug á morgun og dreymdi flugslys þá væri ég örugg með gott og öruggt flug.....og ef ég missi tennur í draumi fæ ég peninga fljótlega.
Öfugsnúið...þetta líf....svo margar gátur.
En ég er ekki hætt að reyna!!!! Ég er svolíííííííítið sár en bjartsýn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2007 | 23:38
Mín mörgu andlit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2007 | 01:34
Síðustu Dagar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2007 | 01:08
Auglýst eftir börnum!
Mín kæra vinkona, frænka og Sólstafasystir Harpa Oddbjörnsdóttir, auglýsir eftir börnum að láni ! Harpa er einstaklega ljúf, skemmtileg, falleg, yndisleg og barnvæn kona og ég myndi hiklaust lána henni börnin mín,,,en þau eru búin að sjá jólasveina grýlusyni full oft undanfarið. Hér með lofa ég þér því Harpa mín, að ef einkver vill (ekki spurning) lána þér tvö börn, færð þú og þau frítt inn á sýningu á Jólasveina grýlusyni.
Sjáumst í leikhúsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 00:02
Áframmmm jólasveinar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 00:25
Nýju börnin mín 13
kominn tími á háttinn.... en verð að útskíra nýju myndirnar. Þetta eru nýjustu börnin mín, semsé jólasveinar grýlusynir, í allt eru þeir 13 + ein belja. Elfar Logi Hannesson (nýi maðurinn minn ha ha ha...) var að frumsýna nýtt jólaleikrit í Tjöruhúsinu á Ísafirði um síðustu helgi, tvær sýningar, fullt hús báða dagana, og fleiri sýningar framundan. Næstu daga mun ég bæta fleiri myndum í albúmið.......nú verð ég að fara sofa.
Kveðja GRÝLA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 23:38
Tilbúin að tengja...
Jæja já.... svona virkar þetta þá!
Nú er bara að vera dugleg að blogga á kvöldin, í staðin fyrir að hanga á netinu og gera ekki neitt.....enda búin að fá nóg af endalausri leit af tímaeyðslum fyrir svefninn t.d. Submachine, Jewel Miner,Luxor, Bricks, gaggalagúú og fleiri og fleiri. Nú er kominn tími til að tengja heilann við eitthvað miklu uppbyggilegra. En ef ég lít á þetta sem þrautaleik, (A.T.H. ég hef aldrei verið mikið fyrir að skrifa bréf og í gestabækur.) þá hlýtur þetta að hafast.
Og svo er bara að byrja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)