10.6.2008 | 13:03
Pressa
Ég verð að fara suður í dag ég er ekki að nenna því, auk þess var ég fyrir sunnan í síðustu viku. Og svo veit ég ekki alveg hversu lengi ég verð.....Pressa....
Ég er á fullu að klára næstu þrjár sýningar sem verða 20 júní......pressa.... Ég er búin að skera allar myndirnar í dúka og er byrjuð að tjútta á þeim......það er að segja pressa...(þær.) Það er gaman að skera myndirnar en alveg hundleiðinlegt að PRESSA þær.
Og svo eru nokkur verkefni í bið. Og pantanir.....
Vinnustofan ?...... er hálf tóm, ég var búin að ákveða að hafa hana opna í sumar, en ég verð að geima það þangað til að ég verð búin að koma upp smá lager. Rútan frá Siglufirði skyldi eftir hálf auða veggi...... Kannski verður hægt að opna vinnustofuna seinna í sumar........pressa.
Jæjajáhá..........nú væri best að halda áfram að pakka, skelli inn tveimur myndum úr Gísla sögu Súrssonar sem ég var að PRESSA.
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað gengur vel.Sýningarnar alltof langt í burtu.
Langaði þig ekki alltaf að vinna í farandsirkus???
Hef heyrt góða dóma frá fólki um síðustu sýningu flott mál.
Maggan
Magga Pé (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.