Betur fór en á starði !

Eftir sneiðmyndatöku og skoðun kviðdóms bæklunarsérfræðinga, var ákveðið að aðhafast ekki meira í ökklabrotamálinu.  Gifs og hækjur í tvær vikur, myndataka og gifs aftur í fjórar vikur ef allt fer vel. 

Ökkli í algjöru nálgunarbanni við gólf.  Auk þess má ökkli ekki fara í leikfimi, sund eða annað sambærilegt. 

Útkoma er semsagt að, hjólaskautar, hjól, trampólín og sippuband verða ekki dregin út á lóð í byrjun sumars.  

Af þessu hefur Heiður Embla lært að línuskautar og stigi fara ekki vel saman. 

Með von um góðan bata, kæri miðburður (Heiður Embla) vona ég að frumburður (Þórunn Sunneva) verði dugleg að stjana við þig þarna fyrir sunnan,  skila ég kveðju frá síðburði (Öldu iðunni) og foreldrum ykkar. HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar á Túngötuna.....

Sigrún Sig (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:46

2 identicon

Mikið er gott að heyra að ekki þurfti að grípa til hnífsins  vona að brotið grói fljótt og vel þannig að Heiður Embla komist sem fyrst út í snú snú teigjutvist parís og á trampólínið en ef hún skellir sér á línuskauta er mjög gott að hafa HJÁLM  Ég skelti mér á skauta og úppppsssssss en það fór betur en á starði hahahahaha.

knús á ykkur allir á akó

Magga frænka á AK (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er aldeilis, ekki gott, en svo getur hann bara slappað af í sumar

Takk fyrir yndislega bloggvináttu í vetur

knús í krús

frá mér steinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband