10.2.2008 | 22:56
Sátt?
Það getur tekið tíma að sættast.... er ekki betra að vera sátt en ósátt?
ég var ósátt við tölvuna en er að ná sáttum við hana, held ég... vona að hún slökkvi ekki á sér núna.
Hún leifði mér meira að segja að setja myndir inn, það gekk betur en ég bjóst við. Ég á það til að hafa enga trú á mér, sérstaklega þegar tölvur eru annars vegar.
Ég var að tala við Loga minn í gær, málið er að fá góða hugmynd sem virkar fínt uppá að fá styrk. Smásala er ekki að virka nóg, vantar meiri seðla, Sérstaklega þegar mestur tíminn fer í það að læra.
Það væri gott að hafa einhvern styrktaraðila t.d. Bónus sem myndi borga mér fyrir að læra bókbandið og í staðinn myndi ég setja Bónusgrísinn á fyrstu 100 bækurnar sem ég bind inn.
Athugasemdir
Hemmmm góð hugmynd hjá þér Billa mín nú er bara að slá á þá feðga og heyra hvernig þeir taka í hugmyndina annars er Jóhannes hérna fyrir norðana og maður á það til að rekast á hann þegar maður er að versla ég kanski læði þessu að honum og bið hann svo að hafa samband við þig
kv Magga
magga (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:55
Þá er það ákveðið
Marsibil G Kristjánsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.