22.1.2008 | 00:53
Bókband
Það er frábært hvað hægt er að laga ljótar bækur, en það er puð, samt gaman og það verður spennandi að sjá hvernig tekst til hjá mér. S.s. ég er ekki ennþá búin að klára mína fyrstu, því það er best að binda nokkrar í einu. Límið þarf að þorna, bókina þarf að pressa aftur og aftur.
Annars var nokkuð fyndið að opna fyrstu bókina sem ég reif í sundur, gömul námsbók, útkrotuð frá Reykholtsskóla. Nöfn nemanda og heimilisföng og hvað sé ég Agnar Friðriksson Hamrahlíð 27, þar bjuggum við Logi í tvö ár, og Agnar er föðurbróðir Loga og bókina fékk ég á bókasafninu til að laga. (er verið að segja manni einkvað???)
Davíð Kristjánsson (besti bókbindari landsins!) er að kenna mér (og öðrum Heldriborgurum) að binda inn, svo að ég mæti þarna tvisvar í viku og skemmti mér alveg konunglega.
Og svo að þið vitið það þá er hægt að binda inn allan fjandann, t.d. gömlu ástarbréfin frá ömmu til afa, gömul blöð í öllum stærðum og gerðum, dagatöl( kannski er einkver að safna, Hugmynd
Ég er ekki að auglýsa mig!!!
Athugasemdir
Gangi þér vel með þetta darling hef fulla trú á að þú klárir þetta með stæl og gaman að skólabók Aggi bró einsog pabbi kallar hann skuli hafa endað á Ísó, stendur nokkuð þarna í hverjum hann var skotinn í þú veist Aggi + ??? eða Aggi elskar ??? svo hvet ég bara alla til að láta binda inn ástar og leyndóbréfin sín og líka alla árgangana af Séð og heyrt sem þið eigið nú eða Vikunni eða bara BB..
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:04
Hæhæ, langt síðan við höfum sést, hist, eða bara spjallað saman ;) hehe kannski ekki. Risakvitt fyrir öll skiptin sem ég hef ekki kvittað . Þú ert alltaf svo dugleg skessan mín, gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Kisskiss***
Metis (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:14
Má ég verða fyrsti viðskiptavinurinn og biðja þig að binda inn Eddukvæðin mín?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.1.2008 kl. 14:46
Þú ert númer 4.126 í röðinni kæra Matta mín
HaHaHa bara D-JÓK á ég semsagt að setja þig á listann, þú vilt ekki vera fyrst, Eddukvæðin eiga skilið meiri reynslu að minni hálfu!
Marsibil G Kristjánsdóttir, 23.1.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.