14.1.2008 | 14:16
Þessi elska!
Svefnlaus nótt..... hausverkur....suð....hálsrígur...bakverkur! Annars hef ég það fínt, ég er ekki veik!
Neibb en dóttir mín fimmára var veik í nótt. Hress í dag, er ekki í leikskólanum og er nokk ánægð með að hanga heima með mömmu.
En í nótt var hún veik og volandi.. mamma mér er kalt og ýlt í maganum, mamma galdraðu magann. mamma ekki hreifa þig, náðu í boltann (kvað kemur bolti þessu við?) mamma haltu hendinni svona það er betra.....ég á hann (boltann?)
Þannig að ég svaf lítið í nótt en bætti það upp í morgun og kúrði með henni frameftir
Í dag fær hún að hanga með mér á vinnustofunni, meðan ég tæti upp og tek sundur bækur, þá verð ég betur undirbúin fyrir námið í bókbandinu á fimmtudag. (ég átti að vera á elliheimilinu í dag.)
Kannski fær hún að mála eða leira þessi elska!
Athugasemdir
æ litli Gússi minn vona að þér batni fljótt og vel. Muna að kyssa mömmu frá pabba.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:46
Úff... veik börn.. Maður skilur ekkert hvað þau eru að segja. Sonur minn þriggja ára gefur skipanir hægri vinstri upp úr svefni og honum vex heldur ásmegin þegar hann verður lasinn. Það vantar bara þá að hann gefi skipanirnar á þýsku!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.1.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.