15.12.2007 | 00:03
Hugmynd
Hvaðan koma hugmyndir, og hvert fara þessar ónotuðu. Er möguleiki á að þær fari á milli manna...og kvenna
Ég er alltaf að fá hugmyndir, þær bara koma! Troða sér inn í hausinn á mér??? (kannski valda þær þessum hausverk? Allavega er nóg af þeim (hugmyndunum), sem ætti að vera frábært fyrir listamann. En þær koma á öllum tímum og erfitt að stöðva flóðið.
Þær koma t.d. á kvöldin þegar ég er komin upp í rúm og er að reyna að lesa bók, þá verð ég að leggja bókina frá mér, því ég geri ekkert annað en að fletta til baka því ég man ekki hvað ég var að lesa.
Þær koma þegar ég er á röltinu eða á kaffihúsi, þá á ég það til að setjast út í horn eða taka ekkert eftir fólkinu í kringum mig. Ég held að það líti stundum út eins og ég sé merkileg með mig(ég hef heyrt það ) En fyrirgefið mig, stundum sé ég ykkur alls ekki (strax)
Þær koma á tónleikum, þá finn ég sérstaka þörf til að taka upp blokk og blýant jafnvel liti. (kannski tek ég með mér trönur næst)
Þær koma þegar ég er að vinna að einhverju verkefni sem ég verð að klára og get alls ekki prófað nýju hugmyndina. (það er mest pirrandi)
Þær koma líka þegar ég er að horfa á mynd, fer í búð, skrepp á klóið......og svo framvegis.
Ég er ekki að kvarta!, það eru örugglega einhverjir þarna úti sem kannast við þetta
Fyrst ég get tekið á móti öllum þessum hugmyndum, hlít ég að geta sent þær ónotuðu áfram, og svo koll af kolli. Er ekki einkver þarna úti sem getur hugsað sér að taka á móti hugmynda sendingu stöku sinnum? Hausinn á mér er að springa!!!
Athugasemdir
já ég kannast við þetta. kanski eru þetta genin. kannast sérstaklega við að fá hugmyndir þegar ég skrepp "to have a leak" sem er einstaklega óhugnalegt.
& já. ein minna fjölmörgu mæðra sagði einmitt að hugmyndir millifærast.
sunneva (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:22
já sendu mér hugmyndir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Harpa Oddbjörnsdóttir, 16.12.2007 kl. 00:49
hhhuuuuummmmmm.....hhhhuuumm.... éééggg ssseennndddiiii HHHöörrrrppppuuu hhhhuuuuggmmmmyyynnnndddiiirrrrrrrrr.....!!!!!
Kæra Harpa.
Innan tíðar máttu búast við sendingu af hugmyndum, A.T.H Hausverkur getur komið í ljós með fyrstu sendingu. Verði þér að góðu og gangi þér vel.
Marsibil G Kristjánsdóttir, 16.12.2007 kl. 11:38
Eg kannast við þetta. Sérstaklega óþolandi þegar fólk er að tala við mann.. og hausinn er bara eitthvers staðar annars staðar á flugi. Ég er samt orðin helvíti góð í að feika.. hlust. Held ég.. Vonandi. ;)
Marta, 16.12.2007 kl. 23:42
Á ég semsagt að hætta að senda þér hugmyndirnar muhahahaha
Sigrún Sig (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 20:19
Það væri gott Sigrún mín að fá smá frí um jólin.
Marsibil G Kristjánsdóttir, 19.12.2007 kl. 00:53
Ekki málið elskan, færð frí á aðfangadag hehehe
Sigrún Sig (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 18:11
Ég þekki vel þetta ástand sem þú lýsir. Mér finnst hugmyndirnar herja mest á mig þegar ég er á milli svefns og vöku. Þá á ég til að hrökkva upp í æsingi og látum. ERu ekki allir svona?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.12.2007 kl. 13:56
Þetta þekki ég vel, ég geng með skissubókina á mér hvert sem ég fer og hef lent í því að þurfa að rífa hana upp úti á miðri götu til að fanga hugmyndina.
Ragga (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.