6.12.2007 | 20:23
Dugleg stelpa !?
Ég er búin að vera... svooo þreytt, en ánægð.
Dóttir mín dró mig í fyrsta tímann í líkamsrækt í morgun, og ég svo spennt og vaknaði snemma til að vekja hana, ( það tók1 tíma og 43mín) !!! kannski var það ég sem dró hana?
Nú er bara að halda áfram að hreifa sig, sérstaklega fyrir jólin. B-)
Annars nóg að gera, ég er á fullu að mála jólasveina á rekavið í öllum stærðum, auk þess í samningaviðræðum um verkefni á næsta ári. Hugmyndirnar láta ekki á sér standa nú er bara að framkvæma.
Annars er mig farið að langa til að baka, og skreyta piparkökur.
Kannski ég geri líka piparkökuhús...bara lítið ...og lími það saman með brenndum sykri svo að það brotni ekki á leið í sveitina, semsé svona högghellt og handhægt.
Jabb, jólin eru á leiðinni og tíminn líður hratt...
Nei þetta þíðir ekki, ég verð bara þreyttari á að hugsa svona!
Kæru vinir ! Góða nótt.
Athugasemdir
Djöful eru þið mæðgur duglegar! By the way, geðveik mynd!
Marta, 7.12.2007 kl. 19:51
Þar hittirðu naglann á höfuðið X 2
Marsibil G Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 19:55
Dugleg stelpa, alltaf nóg að gera, núna er sunnudagur svo á morgun mánudagur þannig að við sjáumst í ræktinni á morgun essskan í smá kvöl og pínu en það líður hjá (með tímanum) hehehe. love you
Sigrún Sig (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.