22.7.2008 | 23:33
Sýningar í sumar
Ég var að setja inn myndir í möppu af sýningunni minni í Hamraborg á Ísafirði. Annars eru fimm myndlistasýningar í gangi hjá mér núna. S.s í Hamraborg á Ísafirði, í Einarshúsi Bolungarvík, á Vegamótum Bíldudal, Flakkarinn Brjánslæk og í húsinu okkar í Haukadal í Dýrafirði, sem er að vísu bara opin þegar við erum í dalnum.
Mynd af sýningunni í Hamraborg.
Krít og spray á striga.
90x90 cm
Gísla saga Súrssonar í myndum.
Sýningar á Bíldudal, Brjánslæk og Haukadal.
með svörtu bleki.
18x24 með kartoni
''Veikur heitir þessi
mynd sem er á sýningunni
í Bolungarvík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 13:03
Pressa
Ég verð að fara suður í dag ég er ekki að nenna því, auk þess var ég fyrir sunnan í síðustu viku. Og svo veit ég ekki alveg hversu lengi ég verð.....Pressa....
Ég er á fullu að klára næstu þrjár sýningar sem verða 20 júní......pressa.... Ég er búin að skera allar myndirnar í dúka og er byrjuð að tjútta á þeim......það er að segja pressa...(þær.) Það er gaman að skera myndirnar en alveg hundleiðinlegt að PRESSA þær.
Og svo eru nokkur verkefni í bið. Og pantanir.....
Vinnustofan ?...... er hálf tóm, ég var búin að ákveða að hafa hana opna í sumar, en ég verð að geima það þangað til að ég verð búin að koma upp smá lager. Rútan frá Siglufirði skyldi eftir hálf auða veggi...... Kannski verður hægt að opna vinnustofuna seinna í sumar........pressa.
Jæjajáhá..........nú væri best að halda áfram að pakka, skelli inn tveimur myndum úr Gísla sögu Súrssonar sem ég var að PRESSA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2008 | 15:37
Forleikur búinn.... ?
Er forleikur búinn.....í bili...?
Við vorum að sína síðustu auglýstu sýninguna á Flateyri í gær við frábærar undirtektir!
Og samt er ég í efa um að þessu sé lokið í bili......... Þetta er búið að vera erfitt, skemmtilegt, fróðlegt og mjög stressandi vikur. Ég hefði ekki viljað missa af þessu, en það er ólíklegt að ég fái bakteríuna.
Hér eftir læt ég aðra um að leika, og njóta þess að vera áhorfandi með nýja sín á leikara.
Nú er bara að bíða og sjá hvort forleikur sé kominn í sumarfrí framað Act Alone, og ef kallið kemur fyrr er bara að skella sér á svið.
Takk fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2008 | 02:38
SSSTTTRRREEESSS....................!
Núna er allt á fullu, brjálað að gera. Hausinn fær enga hvíld..........æfingar byrjaðar fyrir alvöru.
Ég er semsagt að fara að leika í einleik, upp á sviði og með fólk sem gónir á mig......bara mig í ca 20 mín......og ég hef alltaf verið skíthrædd við að tala ein, fyrir framan fullt af fólki! Hvað var ég að hugsa????????
Vá ! ....ég er orðin stressuð........með í maganum !!!!!!!!
Ég hef alltaf verið mikið fyrir að horfa á og hlusta á leikrit, en að vera sjálft leikritið er.............. ssssttttrrrreeessssss......................................
Og ekki er það auðveldara að vera frekar léttklædd fyrir framan fólkið! í spítalanáttserk og nærbuxum af sömu sort.
Svo að núna ætla ég að ímynda mér að ég sé í smiðjugallanum s.s. lopapeisu, síðum slopp, gammósíum, gallabuxum, lopasokkum og skóm með stáltá..... svo að ef ég virðist vera kófsveitt uppá sviði er það bara ímyndunaraflinu að kenna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 14:13
Forleikur!!!
Allt á fullu núna fyrir forleikinn Hjá LL.
Frábærar myndir hjá Baldri,
spurning með fyrirsætuna???
Núna er bara að mæta á forleikinn og sjá hvað ég, Marta, Árni og Sveinbjörn erum klár.
Frumsýning 16 maí. Við Pollinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 12:01
Orkusteinn - Nornabúð
Ég er í Orkusteini núna, frábær búð, (á Ísafyrði) fyrir vinkonu mína Ólöfu.
Ég verð að segja þetta er búð freistinganna, það er allt til hér sem mig langaði í þegar ég var krakki. Hlutir sem bara sáust í bíómyndum, blöðum og bókum. Spennandi.............
Kristal kúlur, drekablóð, drekastyttur, álfastittur, dýrastyttur, , galdrar, pendúlar, steinar, galdra bækur, og ýmsar aðrar bækur, bikarar, krossar, englar, stjörnur, draumafangarar d, óróar, milljón reykelsi (a.t.h. ég er slæm í stærðfræði), lampar, kertastjakar, stórfurðuleg kerti, og miklu miklu meira af spennandi vöru, sjón er sögu dýrari eða einkvað.......
Allavega langar mig ennþá... aðeins ....í ..................................................................................................allt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2008 | 23:09
Sárt saknað!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég sakna hans svooo mikið........
Við vorum bara búin að vera saman í rúmlega ár.........
Við vorum næstum því alltaf saman, fórum saman í bíltúr, út að labba, í heimsóknir,
allt nema...nema sturtu......
ekki svo að skilja að ég væri neitt feiminn við hann eða hann við mig,
heldur vissum við bæði hvað hann þoldi......... ekki!
En eftir að hann datt í gólfið í síðasta mánuði,
fór hann að klikka og varð ekki samur aftur.
Og í síðustu viku gaf ég honum kaffi latte á Langa Manga.......
eftir það hefur hann misst máttinn hægt og rólega.....
Ég á ekki eftir að heyra í honum aftur........aldrei aftur.........
Ég verð að fá mér annan.............ég get hreinlega ekki verið án síma lengur!.........
Menning og listir | Breytt 28.4.2008 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2008 | 00:28
Betur fór en á starði !
Eftir sneiðmyndatöku og skoðun kviðdóms bæklunarsérfræðinga, var ákveðið að aðhafast ekki meira í ökklabrotamálinu. Gifs og hækjur í tvær vikur, myndataka og gifs aftur í fjórar vikur ef allt fer vel.
Ökkli í algjöru nálgunarbanni við gólf. Auk þess má ökkli ekki fara í leikfimi, sund eða annað sambærilegt.
Útkoma er semsagt að, hjólaskautar, hjól, trampólín og sippuband verða ekki dregin út á lóð í byrjun sumars.
Af þessu hefur Heiður Embla lært að línuskautar og stigi fara ekki vel saman.
Með von um góðan bata, kæri miðburður (Heiður Embla) vona ég að frumburður (Þórunn Sunneva) verði dugleg að stjana við þig þarna fyrir sunnan, skila ég kveðju frá síðburði (Öldu iðunni) og foreldrum ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2008 | 00:31
Leikari???
Jæja....................................kæru vinir..........!
Ég er komin með handritið í hendurnar, og byrjuð að svitna!......... Hvað held ég eiginlega að ég sé, leikari??? Hvernig datt mér þetta í hug??? Ég hef ekki leikið í .........?.......... látum okkur sjá......Sunneva orðin 17 ára....ég var 17 að verða 18 ára þegar ég kynntist leikstjóranum tilvonandi.......tað tók ár og þá varð ég... búmm... sem sagt ég hef ekki leikið í tæp 19 ár.
Vona að ég sé betri í að muna textann en ég var....eins gott því núna er það einleikur, ekki hægt að kenna neinum um mistökin nema sjálfri mér og kannski Loga.
Annars er alveg nóg að gera, bókbandsnámið á fullu, undirbúningur af fimm myndlistarsýningum í júní og júlí, leikmynd og ýmis verkefni, og núna ætla ég líka að fara að leika.Ég hefði haldið að einn leikari í þessari fjölskildu væri nóg.!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)